NOVA.is
Lista-maður vikunnar

Svavar Knútur

Lag Svavars Knúts, Emotional Anorexic, hefur verið spilað yfir 500.000 sinnum á Spotify. 

Lag


8 lög spurningar & svör

Hvert er uppáhalds íslenska lagið þitt?

Ég verð eiginlega að segja Tvær Stjörnur eftir Megas. Fullkomin blanda af fegurð og trega. Útgáfan með Emiliönu Torrini er líka ótrúlega falleg.

Besta íslenska ástarsorgarlagið?

Það hlýtur eiginlega að vera Meyjarmissir. Ég biðst afsökunar á því að nota mína eigin útgáfu af því, en textinn kemur bara svo fínn og skýr fram í þessari útgáfu.

Hvert er „guilty pleasure” lagið þitt?

Það er ekkert til hjá mér sem heitir guilty pleasure, því ég er of óforskammaður. En ég er viss um að einhverjum þarna úti myndi finnast ég vera alger lúði fyrir að játa ást mína á Eurythmics og þá sérstaklega, There Must Be an Angel.

Besta lagið með fyrsta kaffibollanum á morgnanna?

God only Knows með Beach boys :D Svo óskaplega fallegt lag sem kemur mér alltaf í afskaplega gott skap. Líka Let's save Tony Orlando's house me Yo La Tengo.

Hvaða lag setur þú á til að keyra partý í gang?

Ég fer aldrei í partý og er bara ekki partýgaur, svo ég verð bara að ímynda mér að ég myndi setja lagið Sawadee með tælenska rapparanum Joey Boy á, í einhverjum stuðtilgangi. Myndbandið er líka gríðarstuð.

Besta lagið til að öskursyngja með í bílnum á rauðu ljósi?

Stundum vildi ég óska að ég gæti verið fastur á lengsta rauða ljósi heims og bara syngja alla "Saga Rokksins" með HAM frá upphafi til enda. En við getum látið lagið Transylvanía I duga í skemmri skírn.

Ef þú þyrftir að velja þemalag fyrir líf þitt, hvaða lag yrði fyrir valinu?

Það fer eiginlega algerlega eftir því hvaða tímabil maður er að horfa á. Stundum er það Just Make It Stop með Low, en stundum líður manni eins og bráðum verði það lagið Æskublóm með HAM. Enn aðra daga er það The end of the world með Skeeter Davis. Annars hef ég það bara fínt sko ;)

„Go to” karíókí lagið þitt? 

Það hlýtur alltaf að vera What's new pussycat með Tom Jones. Alger klassík.

Listinn hans Svavars Knúts

Svavar Knútur prófíll

Fleira listafólk

Sammi

Stórveit Samma heldur Jólastuðtónleika í Gamla bíó 14. desember, ásamt Valdimari Guðmundssyni.  

GKR

Rapparinn Gaukur Grétuson, betur þekktur sem GKR, hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Lagið hans, Tala Um, hefur verið spilað oftar en 300.000 sinnum á Spotify.