Lista-fólk vikunnar
Frábær ný plata Úlfs, Arborescence, er komin út en á plötunni kennir ýmissa grasa - ljúfar melódíur og söngur Úlfs blandast tilraunakenndum hávaða-skotnum hljóðum sem mögulega má rekja til harðkjarnabakgrunns tónlistarmannsins.
Þorsteinn Hreggviðsson, eða Þossi, stýrir útvarpsþættinum Streymi á miðvikudögum á Rás 2. Í þættinum flytur Þossi fyrst og fremst nýja, erlenda tónlist sem vakið hefur athygli tónlistarspekúlanta.