Lista-fólk vikunnar
Frábær ný plata Úlfs, Arborescence, er komin út en á plötunni kennir ýmissa grasa - ljúfar melódíur og söngur Úlfs blandast tilraunakenndum hávaða-skotnum hljóðum sem mögulega má rekja til harðkjarnabakgrunns tónlistarmannsins.
Jónas Sig hefur heldur betur átt öfluga endurkomu fram á sjónarsvið íslenskrar tónlistar að undanförnu. Breiðskífa hans 'Milda Hjartað' sem út kom á vegum Alda Music í árslok 2018, hefur fengið frábærar viðtökur.