NOVA.is
Lista-maður vikunnar

Krummi Björgvinsson

 Krummi og félagar hans í hljómsveitinni Legend gefa út sína aðra breiðskífu þann 13. okt. sem ber nafnið Midnight Champion.

Krummi undirbýr einnig opnun nýs vegan „diner“ sem mun bera nafnið Veganæs - ásamt Linneu, kærustu sinni, og Erni Tönsberg.

Frostbite


12 lög spurningar & svör

Hvert er besta íslenska lag allra tíma?

Vetrarsól eftir Gunnar Þórðarson

Ef þú þyrftir að velja þemalag fyrir líf þitt, hvaða lag yrði fyrir valinu?

Janes´s Addiction “Three Days” 10 mínútna opus sem lætur þig upplifa allann tilfinningaskalann. Þetta lag hefur fylgt mér síðan 1991.

Hvert er „guilty pleasure” lagið þitt?

Ég þori að viðurkenna allt sem mér líkar vel við en lagið How Bizarre með OMC er soldið WTF lag en djöfull er það stórkostlegt.

Uppáhalds lagið þitt úr æsku?

Berlin “Take My Breath Away” Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég heyri þetta lag.

Sorglegasta lag allra tíma?

Red House Painters “Drop” Öll tónlistinn með Red House Painters er sorgleg. Hún snýst aðallega um sambandsslit, kvíða og dauða.

Hvaða lag finnst þér ómissandi á fyrsta stefnumóti?

Besta lagið með fyrsta kaffibollanum á morgnanna?

Hvaða lag setur þú á til að keyra partý í gang?

Besta lagið til að öskursyngja með í bílnum á rauðu ljósi?

The Replacements “I Will Dare” ein af mínum uppáhalds hljómsveitum. Paul Westerberg er vanmetinn snillingur.

Besta cover lagið?

Nirvana “Love Buzz” upprunalega samið af Shocking Blue.

Besta ástarsorgarlagið?

Besta lag sem þú hefur samið?

LEGEND “Frostbite” af plötunni Midnight Champion sem kemur út á vegum Artoffact Records þann 13.Október. Forpantanir í fullum gangi á LEGEND bandcamp síðunni.

LegendMidnight Champion

 

Listinn hans Krumma

Legend prófíll

Fleira listafólk

Steinar

Lag Steinars, Say You Love, er að detta í 900.000 spilanir á Spotify.