Lista-maður vikunnar
Jónas Sig
Jónas Sig hefur heldur betur átt öfluga endurkomu fram á sjónarsvið íslenskrar tónlistar að undanförnu. Breiðskífa hans 'Milda Hjartað' sem út kom á vegum Alda Music í árslok 2018, hefur fengið frábærar viðtökur.
Platan er tilnefnd í flokki plötu ársins á Hlustendaarverðlaununum, en auk þess hlaut Jónas nýverið Menningarverðlaun Rúv, Krókinn, fyrir framúrskarandi lifandi flutning.