NOVA.is
Lista-kona vikunnar

Katrín Halldóra Sigurðardóttir

Katrín Halldóra er þessa dagana að undirbúa sig fyrir sýningar á Elly, sem byrja aftur eftir sumarfríið á Stóra sviði Borgarleikhússins. 

„Ég hlakka mikið til að byrja sýna á ný, það er svo dásamlegt að fá að segja sögu þessarar mögnuðu konu og syngja lögin hennar. Svo erum við að gefa út plötu með lögum úr sýningunni, upptökum á henni lauk nýlega svo það styttist bara í það að hún komi út!“

Lag


10 lög spurningar & svör

Hvert er uppáhalds íslenska lagið þitt?

Mér þykir sérstaklega vænt um þetta lag, af því það var í sýningunni Djöflaeyjan sem ég lék í Þjóðleikhúsinu síðasta vetur. Ótrúlega fallegt lag og texti.

Rómantískasta íslenska dægurlagið?

Lagið er ekki íslenskt en það er búið að setja það í íslenskan búning. Þetta er eldheitt ástarlag sungið af innlifun.

Besta lagið með fyrsta kaffibollanum á morgnanna?

Sophisticated Lady með Sarah Vaughan. Þetta er af einni af minni allra uppáhalds plötum frá upphafi. Elska hana.

Besta lagið til að öskursyngja með í bílnum á rauðu ljósi?

Ég stenst ekki mátið að setja bílalag bílalaganna hérna inn, alltaf gaman að reyna að ná á þessa tóna! Þetta lag er líka með endalausum Eurovision upphækkunum.

Uppáhalds lagið þitt úr æsku?

Þrek og Tár með Agli Ólafs og Eddu Heiðrúnu Backman, úr samnefndu leikriti sem ég fór ótal sinnum á og hlustaði svo á diskinn heima.

Uppáhalds kvikmyndalagið þitt?

Þetta verður seint toppað, án efa er það lagið Sveitin milli sanda með Elly - úr kvikmyndinn Sveitin milli sanda.

Uppáhalds núlifandi íslenska söngkonan?

Kristjana Stefáns - Hún er yndisleg, algjörlega frábær söngkona með æðislega rödd! Þetta er geggjuð ábreiða með henni.

„Go to” karíókí lagið þitt?

Halo - með Queen B!

Uppáhalds skandnavíski flytjandi?

Það er hin sænska Monica Zetterlund, ég hef hlustað á hana síðan ég var unglingur, hún var æðisleg söngkona.

Hvaða plötu hlustarðu mest þessa dagana?

Stardust með Willie Nelson hefur án efa verið plata sumarfríisins. Yndisleg coverplata á hinum ýmsu slögurum héðan og þaðan.

Katrín Halldóra í Elly

 

Listinn hennar Katrínar Halldóru

Katrín Halldóra prófíll

Katrín Halldóra Sigurðardóttir

Fleira listafólk

Stuðmenn

Stuðmenn sendu nýlega frá sér í nýja plötu í formi Astraltertukubbs. Platan ber heitið Ásgeir Óskarsson og á henni má finna lög eins og „Ester best er“ og „Býsna fönkí“. 

Janus Rasmussen

Janus Rasmussen er líklega best þekktur fyrir samstarf sitt við Ólaf Arnalds í tvíeykinu KIASMOS auk þess að vera hluti af Bloodgroup. Janus gaf nýlega út sólóplötuna Vín og verða útgáfutónleikar 30. apríl.