NOVA.is
Lista-maður vikunnar

Moses Hightower

Steingrímur Teague úr Moses Hightower er listamaður vikunnar og velur hér sín uppáhaldslög. 

Hljómsveitin gaf nýlega út sína þriðju hljóðversplötu, Fjallaloft og heldur sína stærstu tónleika til þessa í Háskólabíói þann 22. september.

Fjallaloft


Vina tónar Nova

8 lög spurningar & svör

Hvert er uppáhalds íslenska lagið þitt?

Þekki ekkert fallegra lag, innlent eða erlent.

Hvert er svalasta lag í heimi?

Ekki einu sinni láta þig dreyma um að syngja með ef þú púllar ekki sólgleraugu innandyra.

Uppáhaldslag úr æsku?

Þegar ég var lítill fékk ég safnplötu með lögum Duke Ellington og Billy Strayhorn í möndlugjöf. Þetta var uppáhaldslagið.

Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð?

„…ef það segir þér eitthvað, þá hef ég aldrei smakkað betra lasagna; komdu nú að djamma.“

Hvaða lag keyrir partíið í gang?

Ég veit ekkert hvaða aldurshópur á eftir að lesa þetta, en þetta lag kveikir bros á flestum á aldursbilinu 0-99.

Hvert er besta lagið með fyrsta kaffibollanum?

Nei, titillinn er ekki mjög morgunlegur, en ég hef samt rétt fyrir mér!

Hvað plötu hlustarðu mest á þessa dagana?

Ein veigamesta rappsveit allra tíma setur fullkominn punkt aftan við ferilinn.

Rómantískasta íslenska dægurlagið?

Við erum kannski að reyna svolítið á þanþol orðsins „dægurlag“ hérna, en… en hlustið bara á þetta!

Moses Hightower Mjóddin

 

Listinn hans Steingríms

Moses Hightower prófíll

Fleira listafólk

Elísabet Eyþórs

Elísabet Eyþórs, stundum kennd við Sísý Ey og Tripoliu, er að vinna að ýmsu þessa dagana. Hún veit ekkert skemmtilegra en að syngja og gerði nýlega lag með Cell7 sem kemur út á næstunni. 

Ragnar Zolberg

Ragnar Zolberg kemur fram ásamt hljómsveit á Uppklappi #6. Ragnar hefur komið víða við, fór fyrir hljómsveitinni Sign á árum áður, var í sænska metalbandinu Pain of Salvation en kemur nú fram með hljómsveit og flytur eigin lög.