Lista-kona vikunnar
Sunna
Tónlistakonan Sunna sendi frá sér sitt annað lag í vikunni. Lagið ‘Amma' spratt til lífsins eina andvaka nótt í Reykjavík og í laginu notast Sunna eingöngu við sína eigin rödd.
Sunna frumsýnir tónlistarmyndband við lagið á Loft Hostel, þann 15. mars, daginn áður en hún stígur á svið á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í Hörpu.