Lista-kona vikunnar
  

Elísabet Eyþórs, stundum kennd við Sísý Ey og Tripoliu, er að vinna að ýmsu þessa dagana. Hún veit ekkert skemmtilegra en að syngja og gerði nýlega lag með Cell7 sem kemur út á næstunni.
Nýjasta plata hljómsveitarinnar GusGus, „Lies Are More Flexible“ kom út á dögunum. Hljómsveitin er um þessar mundir í tónleikaferðalagi um Evrópu og heldur svo stórtónleika í Eldborg í nóvember. Biggi Veira er listamaður vikunnar.