Lista-kona vikunnar
Arnar Guðjónsson og Hrafn Thoroddsen skipa hljómsveitina Warmland, sem hefur vakið mikla athygli undanfarið. Warmland hefur sent frá sér þrjú lög, Lyda, Unison love og Overboard og hafa hlotið mikið lof fyrir.
Elísabet Eyþórs, stundum kennd við Sísý Ey og Tripoliu, er að vinna að ýmsu þessa dagana. Hún veit ekkert skemmtilegra en að syngja og gerði nýlega lag með Cell7 sem kemur út á næstunni.