Lista-maður vikunnar
Úlfur
Frábær ný plata Úlfs, Arborescence, er komin út en á plötunni kennir ýmissa grasa - ljúfar melódíur og söngur Úlfs blandast tilraunakenndum hávaða-skotnum hljóðum sem mögulega má rekja til harðkjarnabakgrunns tónlistarmannsins.
Áhrifa klassískra tónsmíða gætir og raf blandast strengjum á einstakan hátt - engin tvö lög eru eins.